Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar sækja um frekari frestun
Þriðjudagur 18. ágúst 2009 kl. 14:30

Grindvíkingar sækja um frekari frestun

Lið Grindavíkur í úrvalsdeilda karla í knattspyrnu hefur sótt um frestun á leiknum gegn Fram sem hafði þegar verið frestað fram á fimmtudag.


Eins og fram hefur komið hefur skæð flensa leikið lið Grindvíkinga grátt síðustu dægrin og er ástandið greinlega ekki nógu gott hjá þeim.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mótanefnd KSÍ hefur orðið við beiðni Grindvíkinga um að breyta leiktímum þriggja leikja sem áttu að fara fram í næstu viku, en Grinvíkingar báðu um enn frekari frestun á leiknum gegn Fram.


Eftirfarandi leikdögum hefur þegar verið breytt:

Grindavík - ÍBV

Var:       Sunnudaginn 16. ágúst kl. 19.15 á Grindavíkurvelli

Verður: Miðvikudaginn 2. september kl. 18.00 á Grindavíkurvelli



Fram - Grindavík

Var:       Miðvikudaginn 19. ágúst kl. 19.15 á Laugardalsvelli

Verður: Fimmtudaginn 20. ágúst kl. 19.15 á Laugardalsvelli



Grindavík - Fylkir


Var:       Mánudaginn 31. ágúst kl. 18.00 á Grindavíkurvelli

Verður: Sunnudaginn 30. ágúst kl. 18.00 á Grindavíkurvelli


VF-mynd úr safni - Grindvíkingar eru eflaust glaðir að þurfa ekki að leika þrjá leiki í sömu vikunni eftir flensukastið.