Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar Reykjanesmeistarar
Mánudagur 10. september 2007 kl. 10:35

Grindvíkingar Reykjanesmeistarar

Í gær lauk stærsta Reykjanesmótinu í körfuknattleik til þessa þar sem Grindvíkingar höfðu yfirburðasigur. Grindavík mætti nýliðum Stjörnunnar í úrslitaleiknum að Ásvöllum í gær og hafði 85-69 sigur í leiknum.

 

Breiðablik, lið Einars Árna Jóhannssonar fyrrum þjálfara Njarðvíkur, hafnaði í 3. sæti með sigur á Njarðvík 91-87 en Keflavík hafnaði í 5. sæti eftir 95-83 sigur á Haukum.

 

Lokastaðan í mótinu var eftirfarandi:

 

Lokastaðan:

1. Grindavík

2. Stjarnan

3. Breiðablik

4. Njarðvík

5. Keflavík

6. Haukar

7. Reynir Sandgerði

 

VF-mynd/ Stefán Þór Borgþórsson - Jonathan Griffin var drjúgur fyrir Grindvíkinga í Reykjanesmótinu. Birkir Guðlaugsson, Stjörnunni, er hér til varnar gegn Griffin í úrslitaleik liðanna í gær.

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024