Grindvíkingar og Víðismenn áfram
Grátlegt tap Þróttara
Fjöldi leikja fór fram í Borgunarbikar karla í knattspyrnu í gær. Þrjú Suðurnesjalið voru í eldlínunni í gær en tvö þeirra komust áfram í næstu umferð. Grindvíkingar og Víðismenn fóru áfram en Þróttarar máttu sætta sig við tap á síðustu andartökum framlengingar.
Grindvíkingar unnu sannfærandi 4-1 á Skagamönnum á heimavelli sínum, en þar skoruðu þeir Juraj Grizelj og Magnús Björgvinsson tvö mörk hvor.
Víðismenn léku gegn liði Skínandi á útivelli og fóru með 0-4 sigur af hólmi. Þeir Tómas Pálmason, Garðar Sigurðsson, Helgi Þór Jónsson og Atli Rúnar Hólmbergsson sáu um markaskorun fyrir Garðbúa.
Æsispennandi leikur fór svo fram á Vogabæjarvelli þar sem Þróttarar tóku á móti KFS. Þróttarar lentu undir 0-2 eftir rúmlega hálftíma leik. Þeim tókst að jafna leikinn og komast svo yfir 3-2 þegar klukkustund var liðin af leiknum. KFS jafnaði metin um 20 mínútum fyrir leikslok og því var gripið til framlengingar. Dramatíkin gat líklega ekki orðið meiri en KFS skoraði mark á lokamínútu framlengingar, eða 120. mínútur.
Magnús Björgvinsson skoraði tvö mörk gegn Skagamönnum í gær.
Boltastrákarnir voru alveg "sultuslakir" á Grinadvíkurvelli í gær.
Grindvíkingar áttu fjölmörg færi gegn Skagamönnum og 4-1 sigur þeirra var síst of stór.