Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar niðurlægðu KR-inga í Geysis-bikarnum
Grindvíkingar eru komnir í 8-liða úrslit.
Laugardagur 7. desember 2019 kl. 11:49

Grindvíkingar niðurlægðu KR-inga í Geysis-bikarnum

Nágrannaslagur UMFN og Keflavíkur á sunnudagskvöld

Grindvíkingar slógu vængbrota KR-inga út úr Geysis-bikarnum í Mustad höllinni í Grindavík í gærkvöldi og eru komnir í 8-liða úrslit eftir stórsigur á Vesturbæjarstórveldinu. Lokatölur voru 110:81, þrjátíu og eins stigs sigur.

Heimamenn byrjuðu með miklum látum, hittu mjög vel og leiddu með 22 stigum í hálfleik. Þann mun náðu KR-ingar aldrei að vinna á og Grindvíkingar bættu við í næstu tveimur fjórðungum og enduðu með stórum sigri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jamal K. Olasawere skoraði 30 stig en flestir leikmenn Grindvíkinga áttu góðan leik. Ingvi Þór Guðmundsson var með 23 stig og Kristófer Breki Gylfason með 16. KR saknaði tveggja af sínum bestu leikmönnum og áttu aldrei möguleika gegn heimamönnum í þessum leik. Það munar vissulega um minna þegar Michael Craion og Kristófer Acox eru ekki í liðinu en þeir eru báðir meiddir. KR tapaði illa öðrum leiknum í röð og ekki bætti úr skák þegar Jón Arnór Stefánsson fór af velli með 5 villur í þriðja leikhluta.

Karfan.is tók viðtal við Grindvíkingana Björgvin Ríkharðsson og Arnar Björnsson eftir leik.

Stórleikur helgarinnar verður á sunnudag þegar nágrannarnir Keflavík og Njarðvík mætast í Ljónagryfjunni kl.19.30. Njarðvíkingar hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu eftir erfiða byrjun og mæta toppliði Keflavíkur.

Grindavík-KR 110-81 (31-20, 31-20, 26-26, 22-15)

Grindavík: Jamal K Olasawere 30/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 23/4 fráköst/6 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 16, Sigtryggur Arnar Björnsson 13/5 fráköst/9 stoðsendingar, Valdas Vasylius 11/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 6/6 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 6/12 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 5, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Bragi Guðmundsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.

KR: Helgi Már Magnússon 24/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jakob Örn Sigurðarson 17/5 stoðsendingar, Matthías Orri Sigurðarson 15/8 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 9/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 4, Sveinn Búi Birgisson 3/4 fráköst, Þorvaldur Orri Árnason 3, Jón Arnór Stefánsson 2, Björn Kristjánsson 2/4 fráköst, Benedikt Lárusson 2.