Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar næstefstir Lengjudeildinni
Sigurjón Rúnarsson, fyrirliði Grindavíkur, stökk manna hæst í teignum og kom Grindvíkingum yfir í uppbótartíma. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 19. júní 2021 kl. 11:06

Grindvíkingar næstefstir Lengjudeildinni

Dramatík í leik Njarðvíkur og Hauka

Grindvíkingar tóku á móti Gróttu í Lengjudeild karla í knattspyrnu í gær. Grindavík hafði betur á dramatískum lokamínútum og hefur nú unnið fjóra síðustu leiki sína.

Leikurinn einkenndist af baráttu og hörku en mikið jafnræði var á með liðunum. Það voru Grindvíkingar sem komust yfir á 39. mínútu þegar Aron Jóhannsson tók aukaspyrnu sem hafnaði í þverslánni og Sigurður Bjartur Hallsson var réttur maður á réttum stað og afgreiddi boltann í autt markið.

Í seinni hálfleik náðu Gróttumenn að jafna leikinn eftir hornspyrnu (68'). Bæði lið sköpuðu sér færi það sem eftir lifði leiks en á 85. mínútu varð vendipunktur í leiknum þegar leikmanni Gróttu vikið af velli með sitt annað gula spjald.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar náðu að nýta sér liðsmuninn og á fyrstu mínútu uppbótartíma þegar þeir fengu hornspyrnju. Það var fyrirliðinn Sigurjón Rúnarsson sem hóf sig yfir aðra í teignum og skallaði í markið til að koma Grindvíkingum yfir.

Grindavík fékk vítaspyrnu tveimur mínútum síðar sem Sigurður Bjartur tók og skoraði örugglega úr, þar með var sigurinn gulltryggður, 3:1, og Grindavík komið í annað sæti deildarinnar með fimmtán stig.


Kenneth Hogg skoraði mark Njarðvíkinga. Mynd úr safni Víkurfrétta

Haukar og Njarðvík skildu jöfn í annarri deild

Njarðvíkingar sóttu Hauka heim í gær í 2. deild karla í knattspyrnu. Staðan var markalaus í hálfleik en skömmu áður en blásið var til leikhlés misstu Haukar mann af velli og Njarðvíkingar því einum fleiri í síðari hálfleik.

Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir á 57. mínútu og þannig hélst staðan þar til á fimmtu mínútu uppbótartíma að Haukar fengu dæmda vítaspyrnu. Spyrnuna varði Robert Blakala en dómarinn lét endurtaka spyrnuna þar sem hann var kominn af línunni þegar spyrnnan vvar tekin. Haukar skoruðu í seinni tilrauninni og tók annað stigið.

Njarðvík er sem stendur í öðru sæti deildarinnar en nokkrum leikjum er ólokið.