Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Grindvíkingar náðu fram hefndum
Grindvíkingar voru sterkari á heimavelli gegn Keflvíkingum. VF-mynd/PállOrri.
Mánudagur 5. nóvember 2018 kl. 21:21

Grindvíkingar náðu fram hefndum

Áfram í bikarnum eftir sætan sigur gegn Keflvíkingum

Nafn Grindavíkur verður í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins í körfubolta karla. Þeir náðu fram hefndum gegn grönnum sínum frá Keflavík og höfðu 80-65 sigur á heimvelli sínum. Það var allt annað Grindavíkurlið sem mætti til leiks en það sem tapaði fyrir grönnum sínum með 35 stiga mun þegar liðin mættust í deildarkeppninni á dögunum. Það var einhver gleði yfir heimamönnum á meðan Keflvíkingar virkuðu pirraðir og úr fókus.

Munurinn var lengst af í kringum tíu stigin og Keflvíkingar voru í eltingarleik allt frá fyrsta leikhluta. Grindvíkingar hrukku í gang strax í lok fyrsta leikhluta og þriggja stiga skotin fóru að rata rétta leið. Þeir voru heitir fyrir utan í leiknum, hittu 40% á meðan Keflvíkingar voru með 22% nýtingu þar.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Staðan var 43-32 í hálfleik gulum í vil. Hörður Axel rankaði við sér í þriðja leikhluta og minnkaði muninn fyrir Keflavík í góðu áhlaupi en Grindvíkingar héldu sjó og höfðu tíu stiga forystu þegar haldið var í síðasta leikhluta, 59-49 staðan þá. Áfram hélt gleðin hjá Grindvíkingum og þeir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum eins og áður segir.

Stemningin var góð í Röstinni og heimamenn virtust njóta þess. Ólafur Ólafsson átti frábæran leik fyrir Grindavík, skoraði 20 stig, tók 13 fráköst og varði 2 skot.

Hjá Keflvíkingum var Craion bestur með 18 stig, 9 fráköst, 2 stolna og 2 varin.

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 21, Ólafur Ólafsson 20/13 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 15/9 fráköst/7 stoðsendingar, Jordy Kuiper 10/8 fráköst, Johann Arni Olafsson 8, Tiegbe Bamba 6/7 fráköst, Hilmir Kristjánsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hlynur Hreinsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.

Keflavík: Michael Craion 18/9 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 15/8 stoðsendingar/5 stolnir, Gunnar Ólafsson 14/5 fráköst, Reggie Dupree 6, Javier Seco 5/10 fráköst, Mantas Mockevicius 3, Magnús Már Traustason 2, Guðmundur Jónsson 2, Sigurþór Ingi Sigurþórsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Ágúst Orrason 0, Davíð Páll Hermannsson 0. 

Tölfræðin

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25