Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar náðu einu stig í Kópavogi
Þriðjudagur 27. júní 2017 kl. 08:46

Grindvíkingar náðu einu stig í Kópavogi

Grindavík gerði markalaust jafntefli við Breiðablik í Pepsi-deild karla í gær. Breiðablik byrjaði leikinn betur og voru betri allan fyrri hálfleikinn. Grindvíkingar komu ákveðnir inn í seinni hálfleikinn og komust í gott færi þegar Aron Freyr Róbertsson skaut að marki en skotið fór fram hjá markinu. Markalaust jafntefli því staðreynd. Grindavík er því áfram í öðru sæti deildarinnar, tveim stigum á eftir toppliði Vals. Næsti leikur Grindavíkur er heima við KA sunnudaginn 9. júlí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024