GRINDVÍKINGAR NÁ ALLTAF STIGI Á LAUGARDAGSVELLI
				
				Grindvíkingar sóttu Víkinga heim og náðu í eitt stig í sarpinn þó tæpt hafi staðið á. Þrátt fyrir að  Grindvíkingar væru betra liðið framan af þá skiluðu færin sér ekki í netið og þeir lentu marki undir eftir ítalska flugferð eins Víkingsins á 72 mín. en Sumarliði Árnason skoraði úr vítinu. Þrautseigja grindvískra skilaði sér skömmu fyrir leikslok er besti leikmaður liðsins, Grétar Hjartarson, skallaði knöttinn í markið eftir fyrirgjöf Scott Ramsey. Hefð er fyrir því að Grindvíkingar nái stigi á Laugardagsvellinum og geta þeir vel við unað að þessu sinni..
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				