Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar mörðu ÍR á heimavelli
Fimmtudagur 21. janúar 2016 kl. 22:23

Grindvíkingar mörðu ÍR á heimavelli

Charles Garcia bauð upp á 27 stig og 15 fráköst í fyrsta heimaleik sínum fyrir Grindavík í kvöld. Heimamenn í Grindavík sigruðu þá ÍR í spennandi leik 86:82.  Grindvíkingar leiddu með níu stigum í hálfleik en Breiðhyltingar komu ferskir úr klefanum og náðu að saxa á forskot Suðurnesjamanna. Heimamenn náðu þó að halda út og landa sigri.

Jón Axel Guðmundsson átti glimrandi góðan leik en bakvörðurinn skoraði 28 stig og tók sjö fráköst fyrir Grindavík. Aðra tölfræði úr leiknum má sjá hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024