Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar með sópinn á lofti
Þriðjudagur 5. apríl 2016 kl. 09:46

Grindvíkingar með sópinn á lofti

Senda þær Hauka í sumarfrí?

Grindvíkingar freista þess að senda Hauka í frí í kvöld, þegar þriðji leikur liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna fer fram, en staðan er 2-0 fyrir Grindavík. Haukar eru núverandi deildarmeistarar og eru með gríðarlega sterkt lið og hafa Grindavíkurkonur því komið flestum á óvart með framgöngu sinni í úrslitakeppninni. Leikurinn fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 19:15 en með sigri eru Grindvíkingar komnir í úrslit þar sem Snæfell eða Valur verður mótherjinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024