Grindvíkingar með sigur í Ljónagryfjunni
Keflvíkingar fengu skell gegn KR
Keflvíkingar fengu vænan skell þegar þeir heimsóttu KR-inga í Domino's deild kvenna í gær. Þær töpuðu 92-68 en staðan í hálfleik var 46-33 fyrir þær röndóttu. Keflvíkingar náðu aldrei að brúa það bil og úr varð öruggur sigur KR. Sara Rún var með 26 stig hjá Keflvíkingum og Bryndís Guðmunds skilaði 17 og 13 fráköstum. Aðrar minna.
Í Njarðvík fór fram sannkallaður botnslagur milli heimamanna og Grindavíkur. Gestirnir höfðu betur í þeirri rimmu 60-66 lokastaðan. Nikitta Gartrell skoraði tæp 70% stiga Njarðvíkinga í leiknum, eða 41 stig. Aðrar höfðu sig lítið í frammi. Hjá Grindvíkingum kom Pálína sterk tilbaka en hún var með 18 stig og 10 fráköst. Crystal Smith var ágæt hjá gulum, skoraði 11 stig, tók 7 fráköst og 7 stolna bolta.
Njarðvík-Grindavík 60-66
Njarðvík: Nikitta Gartrell 41/13 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 7/5 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 6, Salbjörg Sævarsdóttir 2/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 0, Sara Dögg Margeirsdóttir 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0, Dísa Edwards 0, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Heiða B. Valdimarsdóttir 0.
Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 18/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 17/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 15/4 fráköst, Crystal Smith 11/7 fráköst/5 stoðsendingar/7 stolnir, Helga Rut Hallgrímsdóttir 4/4 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1/5 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 0, Marín Rós Karlsdóttir 0, Mary Jean Lerry F. Sicat 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0.
KR-Keflavík 92-68
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 26/7 fráköst/5 stoðsendingar, Bryndís Guðmundsdóttir 17/13 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 7/6 fráköst, Porsche Landry 5, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Thelma Dís Ágústsdóttir 3, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 2, Lovísa Falsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.