Grindvíkingar með öruggan sigur - Páll Axel mættur til leiks
Grindavík sigraði lið Fjölnis örugglega, 107-73 og styrkti þar með enn stöðu sína á toppi Iceland Express deildar karla í gær. Páll Axel Vilbergsson var mættur aftur til leiks en hann hafði ekki leikið með Grindvíkingum síðan að hann meiddist í úrslitum Lengjubikarsins í lok nóvember.
Grindvíkingar tóku forustu strax í upphafi leiks og létu hana aldrei af hendi. Grindavík leiddi með 9 stigum í hálfleik en stungu svo endanlega af í þriðja leikhluta og náðu 24 stiga forustu. Fjórði leikhlutinn var því leikur enn fyrir toppliðið og öruggur sigur í höfn.
Stigahæstur í liði Grindavíkur var J'Nathan Bullock með tröllatvennu, 26 stig og 17 fráköst en næstir voru Páll Axel Vilbergsson 17 stig/5fráköst, Sigurður Þorsteinsson 14 stig, Giordan Watson 11 stig/4stoðsendingar/ 4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10 stig/10 fráköst.