Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar með mikilvægan sigur á Stjörnunni
Sunnudagur 19. júlí 2009 kl. 21:26

Grindvíkingar með mikilvægan sigur á Stjörnunni

Grindavík vann í kvöld gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni á Grindavíkurvelli. Leikar lyktuðu með 4-2 sigri heimamanna sem lentu 0-1 undir eftir aðeins mínútu leik. Þannig var staðan í hálfleik en Grindvíkingar mættu sem allt annað lið í seinni hálfleik og skoruðu fjögur mörk gegn spútnikliði Stjörnunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Óli Baldur Bjarnason opnaði markareikning sinn fyrir Grindavík í efstu deild þegar hann fylgdi vel eftir skoti Jósefs Kristins Jósefssonar á 58. mínútu. Ekki liðu nemar fjórar mínútur þangað til að Óli Baldur átti frábæra sendingu fyrir mark Stjörnunnar, beint á kollinn á Gilles Mbang Ondo sem stangaði boltann frábærlega í markið.


Fallegasta mark leiksins leit dagsins ljós á 78. mínútu þegar Zoran Stamenic átti viðstöðulaust skot í þaknetið eftir vel útfærða horspyrnu heimamanna. Stjörnumenn voru þó ekki búnir að gefast upp því þeir minnkuðu muninn í 3-2 með marki eftir laglega sókn og var þar Arnar Már Björgvinsson að verki. Zoran Stamenic var ekki langt frá því að bjarga á línu en boltinn fór inn fyrir línuna.


Scott Ramsey átti lokaorðið í leiknum þegar hann skoraði eftir frábæran undirbúning frá Ondo sem hafði hrist af sér varnarmenn Stjörnunnar og sendi fína sendingu á Ramsey sem afgreiddi boltann laglega í markið.


Glæsilegur sigur hjá Grindvíkinugm sem með sigrinum lyfta sér upp í 11 stig í Pepsi-deildinni og forða sér af fallsvæðinu í bili. Næsti leikur liðsins fer fram á mánudag eftir viku en þá mæta þeir Fjölni á heimavelli. Óli Stefán Flóventsson var að leika sinn fyrsta leik með Grindvíkingum en hann séri aftur í raðir liðsins eftir tæplega tveggja ára fjarveru.

VF-Myndir/JJK





Zoran Stamenic fagnaði marki sínu með eftirminnilegum hætti en kona hans ber barn undir belti eins og hann gefur hér skemmtilega til kynna. Á neðri myndinni sést kona hans fagna honum eftir að Zoran hafði komið Grindvíkingum 3-1 yfir í leiknum með frábæru marki.