Grindvíkingar lögðu grannana
Unnu 25 stiga sigur á 1. deildar liði Njarðvikur
Grindvíkingar unnu 25 stiga sigur á grönnum sínum í Njarðvík þegar liðin áttust við í 8-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfubolta. Lokatölur leiksins 86-61 fyrir úrvarlsdeildarliðið frá Grindavík, en Njarðvíkingar leika núna í 1. deild.
Whitney Frazier var atkvæðamest Grindvíkinga með 27 stig á meðan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var með 13. Hjá Njarðvík skoruðu þær Karen Dögg Vilhjálmsdóttir og Svanhvít Ósk Snorradóttir 16 stig hvor.