Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar lofa Sverri þjálfara í hástert
Sverrir hefur náð mjög góðum árangri í Grindavík.
Laugardagur 11. apríl 2015 kl. 15:36

Grindvíkingar lofa Sverri þjálfara í hástert

Grindvíkingar hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna fráhvarf Sverris Þórs Sverrissonar úr þjálfarastóli þar á bæ. Ekki verður annað sagt en að Grindvíkingar séu ánægðir með störf Sverris en yfirlýsinguna má lesa hér að neðan. karfan.is greinir frá.

Eins og fram hefur komið hefur Sverrir Þór Sverrisson sagt starfi sínu lausu hjá Grindavík þegar að þessu tímabili líkur. Það verður mikil eftirsjá í Sverri því ekki bara hefur hann náð frábærum árangri með karla og kvennalið okkar Grindvíkinga heldur hefur hann einnig reynst frábær félagi á þessum þremur árum. Hann tók við eins og áður segir fyrir þremur árum og þá við Íslandsmeistaraliði en það er ekki hlaupið að því að taka við svoleiðis batterýi þar sem stefnan er alltaf sett á titla. Margir töldu okkur Grindvíkinga vera að taka séns þar sem Sverrir hafði ekki áður þjálfað mfl. karla. Hann hinsvegar rúllaði því algjörlega upp og gerði liðið að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári eftir svakalega rimmu við Stjörnuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á síðasta ári skilaði hann bikarmeistaratitli í hús ásamt því að fara í lokarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn gegn KR þar sem tap varð raunin. Árið í ár reyndist okkur Grindvíkingum nokkuð erfitt með karlaliðið sökum margra þátta og þá þætti er því miður ekki hægt að tína alla til vegna plássleysis, en nú þegar er Sverrir búinn að landa bikarmeistaratitli með kvennaliðinu og er á fullri ferð með þær í úrslitakeppninni í augnablikinu. Mikill fagmaður í alla staði hvað varðar samstarf, fyrir utan að vera topp náungi.

Stjórn Körfuknattleiksdeildarinnar vill þakka Sverri fyrir verulega vel unnin störf þessi síðustu ár og óskar honum alls hins besta í framhaldinu.

Af þjálfaramálum okkar Grindvíkinga er það helst að frétta að við njótum þess að heyra sögusagnir og upplýsum um leið að við förum ekki í „full snemmbúið“ sumarfrí fyrr en þau mál eru frágengin, svo mikið er víst :)

Jón Gauti Dagbjartsson Formaður Kkd UMFG