Grindvíkingar léku sér að KR í Vesturbænum
Grindvíkingar áttu ekki í vandræðum með máttlausa KR-inga á heimavelli þeirra röndóttu í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindvíkingar höfðu 59-85 sigur og voru með algera yfirburði á báðum endum vallarins í leiknum.
Grindvíkingar voru yfir allan leikinn og á tímabili var munurinn yfir 30 stig og ekkert gek upp hjá KR-ingum. Erlendu leikmenn þeirra gulu áttu góðan þakkargjörðardag og þá sérstaklega J´Nathan Bullock sem var með 25 stig og 9 fráköst. Giordan Watson var með 18 stig en flestir voru að leika vel hjá Grindvíkingum, þá sérstaklega í vörninni en það er gríðarlega mikið afrek að halda KR undir 60 stigum á heimavelli þeirra.
Grindvíkingar eru sem fyrr í toppsæti deildarinnar, taplausir eftir 7 umferðir, en þeir hafa 14 stig.
Mynd Nonni hjá Karfan.is: J´Nathan Bullock. var öflugur í kvöld og setti m.a. niður nokkra þrista af dýrari gerðinni.