Grindvíkingar léku á als oddi
Grindvíkingar fóru létt með nýliða Þórs í Pepsi-deild karla í knattspyrnu nú í kvöld og höfðu öruggan sigur, 4-1. Það tók heimamenn í Grindavík ekki nema hálfa mínútu að skora og þar var að verki Robbie Winters með laglegu skoti. Ekki þurftu áhorfendur að bíða lengi eftir næsta marki en það kom á 9. mínútu og það gerði Yacine Si Salem en það var einkar glæsilegt. Grindvíkingar fylltust sjálfstrausti eftir þetta og gerðu algerlega út um leikinn þegar Jóhann Helgason skoraði beint úr aukaspyrnu en hann var þá nýbúinn að biðja um skiptingu. Hann gerði sér lítið fyrir og smellti boltanum í netið og haltraði svo af velli. Þetta gerðist 10 mínútum fyrir leikhé og Grindvíkingar með öll völd á vellinum.
Þrátt fyrir glæsileg mörk í fyrri hálfleik þá kom fallegasta mark leiksins í síðari hálfleik. Alexander Magnússon kom sér þá á youtube með því að framkvæma eina frumlegustu vítaspyrnu sem sést hefur í íslenska boltanum. Hann spyrnti knettinum þá utanfótar með vinstri fæti en allir bjuggust við spyrnu með hægri fæti, þar á meðal markmaðurinn sem var löngu farinn í rangt horn og staðan 4-0. Þórsarar náðu að minnka muninn í lokinn en Grindvíkingar unnu þarna sanngjarnan sigur sem var síst of stór.
Jóhann Helgason skorar úr aukaspyrnu
Yacine Si Salem skoraði sitt fyrsta deildarmark í kvöld
Ólafur Örn þjálfari í grasinu eftir að brotið hafði verið á honum
VF-Myndir Eyþór Sæmundsson: Efst má sjá víti Alexanders Magnússonar
[email protected]