Grindvíkingar leika í 1. deild að ári
Grindvíkingar féllu í dag úr Landsbankadeild niður í 1. deild eftir 1-1 jafntefli á Grindavíkurvelli gegn Íslandsmeisturum FH. Það var Allan Dyring sem gerði mark FH á 72. mínútu leiksins með glæsilegu skallamarki eftir góða fyrirgjöf. Óskar Örn Hauksson jafnaði metin á 86. mínútu leiksins og kveikti vonarneista hjá sínum mönnum en það dugði ekki til.
Grindvíkingar hafa leikið í efstu deild frá árinu 1995 og er þetta í fyrsta sinn sem liðið fellur en oft hefur hurð skollið nærri hælum en að þessu sinni voru heilladísirnar víðsfjarri þegar Grindvíkingar þurftu á þeim að halda. Það voru því Grindavík og ÍBV sem féllu úr Landsbankadeildinni í ár.
Nánar síðar...