Grindvíkingar lágu á heimavelli
Grindavík tapaði öðrum leik sínum í röð í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í dag þegar liðið lág fyrir FH, 1-3, á heimavelli. Það voru heimamenn sem náðu yfirhöndinni á 15. mínútu með marki frá Alfreði Jóhannssyni. FH-ingar náðu að jafna leikinn fyrir hlé og þannig stóðu leikar í hálfleik. Gestirnir komu hins vegar sterkari til leiks í þeim síðari og skoruðu tvö mörk og gulltryggðu góðan sigur. Grindavík datt niður í 5. sæti með þessu tapi og eru þeir nú aðeins þremur stigum frá fallsætinu.