Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 27. mars 2003 kl. 21:05

Grindvíkingar komnir yfir

Grindavík sigraði Tindastól, 92:77, í þriðja leik liðanna í 4-liða úrslitum í kvöld. Leikurinn var æsispennandi allt þar til í lokin að heimamenn sigldu framúr og sigruðu örugglega. Staðan í hálfleik var 47:44 heimamönnum í hag. Grindavík þarf því aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér farseðilinn í úrslitin en næsti leikur liðanna er á Sauðárkróki.Stigahæstir hjá Grindavík voru Darrell Lewis og Helgi Jónas Guðfinnsson með sín 24 stigin hvor.

Mynd: Helgi Jónas keyrir hér upp að körfunni í leik UMFG og UMFT í kvöld. VF-mynd: Tobbi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024