Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar komnir í úrslit
Fimmtudagur 11. apríl 2013 kl. 21:03

Grindvíkingar komnir í úrslit

Grindvíkingar eru komnir í úrslit Domino's deildar karla í körfubolta eftir 88-92 sigur á KR í Vesturbænum. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið lengst af en í hálfleik var staðan 39-47 fyrir þá gulklæddu. Leikurinn var jafn og spennandi í síðari hálfleik en að lokum fór það svo að Grindvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitum þar sem þeir mæta annað hvort Snæfell eða Stjörnunni.

Stigahæstur hjá Grindvíkingum var Aaron Broussard með 32 stig en kappinn sá var sjóðheitur í leiknum. Sammy Zeglinski var með 23 stig og þeir Þorleifur Ólafsso og Jóhann Árni Ólafssson voru svo báðir með 11 stig hvor.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræðin:

Grindavík: Aaron Broussard 32/7 fráköst, Samuel Zeglinski 23/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 11/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 11/5 fráköst 4 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/4 fráköst/3 varin skot, Ryan Pettinella 4/5 fráköst, Davíð Ingi Bustion 2, Daníel G. Guðmundsson 0, Ólafur Ólafsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.

KR: Brandon Richardson 21/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 19, Helgi Már Magnússon 16/8 fráköst, Kristófer Acox 10/12 fráköst, Martin Hermannsson 10, Darshawn McClellan 6/5 fráköst, Finnur Atli Magnusson 6, Þorgeir Kristinn Blöndal 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Emil Þór Jóhannsson 0, Högni Fjalarsson 0, Illugi Steingrímsson 0.