Grindvíkingar komnir í sumarfrí
Grindavík er úr leik í úrslitakeppni karla í körfu eftir tap á Sauðárkróki nú fyrr í kvöld gegn Bikarmeisturum Tindastóls. Lokatölur leiksins voru 84-81 fyrir Tindastól.
Leikurinn var nokkuð jafn framan af, þegar fyrsta leikhluta var lokið var staðan 22-23 fyrir Grindavík og voru hálfleikstölur leiksins 41-41 og var því jafnt í hálfleik og sigurinn gat dottið hjá báðum liðum. Grindavík leiddi síðan þegar þriðja leikhluta lauk 59-58 en Tindastóll var sterkari aðilinn á lokasprettinum og tryggði sér sigur eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann með 25 stigum gegn 21 stigi Grindavíkur. Tindastóll vann því einvígið sannfærandi 3-0.
Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 16 stig og 5 fráköst, J'Nathan Bullock 15 stig og 7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 15 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 7 og 7 fráköst og Jóhann Árni Ólafsson 6 stig.
Stigahæstu leikmenn Tindastóls voru, Sigtryggur Arnar Björnsson 21 stig, Antonio Hester 17 stig og 8 fráköst, Axel Kárason 12 stig og 5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 7 stig og 5 stoðsendingar, Hannes Ingi Másson 6 stig og Viðar Ágústsson 6 stig.