Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar komnir fyrir vind
Sunnudagur 19. september 2010 kl. 19:57

Grindvíkingar komnir fyrir vind

Grindvíkingar hafa tryggt sæti sitt í Pepsí-deildinni með jafntefli við KR í æsispennandi leik í Grindavík síðdegis. Gestirnir komust yfir með tveimur mörkum Baldurs Sigurðssonar á 11. og 13. mínútu en Orri Freyr Hjaltalín minnkaði muninn á 26. mínútu með skoti sem lak inn hjá KR-ingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KR-ingar voru yfir í hálfleik en Grindvíkingar mætti einbeittari í síðari hálfleik og uppskáru jöfnunarmark á 50 mínútu. Þar var á ferðinni Gilles Daniel Mbang Ondo sem kom boltanum framhjá markverði KR út við vítateigslínu. Boltinn virtist rúlla ofurhægt alla leið í markið. Útlitið varð hins vegar svart fyrir Grindvíkinga á 83. mínútu þegar Baldur Sigurðsson bætti við þriðja marki sínu fyrir KR. Það var síðan Gilles Daniel Mbang Ondo sem jafnaði leikinn að nýju í uppbótartíma þegar hann skoraði fyrir Grindavík úr vítaspyrnu.

Þar með eru Grindvíkingar komnir með 21 stig fyrir lokaumferðina en ljóst að Haukar falla ásamt Selfyssingum þegar ein umferð er eftir.

Það er hins vegar ofurspenna á toppi deildarinnar þar sem svo gæti farið að Íslandsmeistaratitilinn verði afhentur í Keflavík, fari svo að ÍBV vinni Keflavík um komandi helgi og Blikarnir misstígi sig gegn Stjörnunni. Þá eiga FH-ingar einnig tækinlegan möguleika á titlinum með sigri á Fram en þá verða Breiðabliksmenn að tapa og Keflavík og ÍBV að gera jafntefli.

Keflvíkingar töpuðu í dag fyrir FH í Kaplakrika með 5 mörkum gegn þremur. Það voru þeir Haukur Ingi Guðnason, Bjarni Hólm Aðalsteinsson og Brynjar Örn Guðmundsson sem skoruðu mörk Keflavíkur.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson