Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindvíkingar komnir á blað
Laugardagur 23. maí 2015 kl. 16:23

Grindvíkingar komnir á blað

2-0 heimasigur gegn Gróttu

Grindavík sigraði Gróttu, 2-0,  á Grindavíkurvelli í dag. Þar með hafa Grindvíkingar landað sínum fyrstu stigum í sumar.

Tomislav Misura skoraði bæði mörk Grindavíkur, það fyrra á 16. mínútu af miklu harðfylgi eftir einstæklingsframtak. Síðara mark hans kom á 61. mínútu eftir að hafa fengið sendingu inn fyrir vörn Gróttu frá Alex Frey Hilmarssyni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík lyftir sér þar með úr fallsæti og skilur Gróttu eftir fyrir neðan sig í töflunni.

Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Selfossi þann 29. maí.