Grindvíkingar komnir á blað
2-0 heimasigur gegn Gróttu
Grindavík sigraði Gróttu, 2-0, á Grindavíkurvelli í dag. Þar með hafa Grindvíkingar landað sínum fyrstu stigum í sumar.
Tomislav Misura skoraði bæði mörk Grindavíkur, það fyrra á 16. mínútu af miklu harðfylgi eftir einstæklingsframtak. Síðara mark hans kom á 61. mínútu eftir að hafa fengið sendingu inn fyrir vörn Gróttu frá Alex Frey Hilmarssyni.
Grindavík lyftir sér þar með úr fallsæti og skilur Gróttu eftir fyrir neðan sig í töflunni.
Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Selfossi þann 29. maí.