Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Grindvíkingar kláruðu tímabilið með glæsibrag
    Grindvíkingar fagna þriðja markinu í leiknum í dag. VF-myndir: Hilmar Bragi
  • Grindvíkingar kláruðu tímabilið með glæsibrag
    Magnús Björgvinsson skoraði tvö marka Grindvíkinga. Hér lætur hann boltann vaða í markið í leiknum í dag.
Laugardagur 20. september 2014 kl. 16:52

Grindvíkingar kláruðu tímabilið með glæsibrag

Grindvíkingar fögnuðu glæsilegum 4-1 sigri á Selfyssingum í lokaumferð 1. deildar karla í knattspyrnu í dag. Selfyssingar komust yfir snemma leiks en eftir það svöruðu Grindvíkingar með fjórum mörkum.

Magnús Björgvinsson skoraði tvö marka Grindvíkinga og þeir Hákon Ívar Ólafsson og Einar Karl Ingvarsson sitt markið hvor.

Grindvíkingar höfnuðu því í fimmta sæti deildarinnar eftir brösótt gengi í upphafi leiktíðar.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024