Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Grindvíkingar Kanalausir eftir jólafrí
  • Grindvíkingar Kanalausir eftir jólafrí
Þriðjudagur 3. janúar 2017 kl. 14:25

Grindvíkingar Kanalausir eftir jólafrí

Grimes vildi ekki vera áfram á Íslandi

Ashley Grimes bandaríski leikmaður kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta, tilkynnti liðinu rétt fyrir áramót að hún myndi ekki snúa til Íslands eftir jólafrí. Í tilkynningu frá Grindvíkingum segir að Grimes hafi aldrei náð fótfestu í Grindavík og hafi líklega aðeins náð að sýna brot af hæfileikum sínum. Hin 25 ára gamla Grimes skoraði tæp 24 stig í leik, tók 11 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í 13 leikjum í Domino's deildinni. Nú stendur yfir leit af nýjum leikmanni til að fylla skarð Grimes. Grindvíkingar eru í næst neðsta sæti deildarinnar með sex stig eins og neðsta liðið Haukar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024