Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar Íslandsmeistarar innanhúss
Mánudagur 21. febrúar 2005 kl. 15:48

Grindvíkingar Íslandsmeistarar innanhúss

Grindavíkurstúlkur í 3. flokki tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu innanhúss um helgina. Í undanúrslitum sigruðu stúlkurnar lið KA örugglega með 5 mörkum gegn 2 og mættu HK í úrslitum.
Úrslitaleikurinn var jafn og spennandi, en Grindvíkingar unnu að lokum, 10-9.

2. flokkur karla frá Grindvík stóð sig einnig vel, en þeir náðu 3. sætinu. Þeir töpuðu fyrir verðandi Íslandsmeisturum Leiknismanna 2-1 en í leik um 3. sætið sigruðu þeir lið Fylkis með þremur mörkum gegn tveimur.

Þessi frábæri árangur ber vitni um sterkt unglingastarf sem á án efa eftir að skila mun fleiri titlum í hús á næstu árum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024