Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar Íslandsmeistarar í minniboltanum
Mánudagur 2. apríl 2007 kl. 11:27

Grindvíkingar Íslandsmeistarar í minniboltanum

Grindavík og Keflavík léku til úrslita í minnibolta 11 ára stúlkna í körfuknattleik á sunnudag þar sem Grindavíkurkonur fóru með sigur af hólmi 28-21 í æsispennandi leik. Með sigrinum urðu stelpurnar fyrstu Íslandsmeistarar Grindvíkinga á þessu ári.

 

Mikil spenna var í leiknum og höfðu þær grindvísku alltaf betur þar til í 3. leikhluta er Keflavík jafnaði metin. Grindvíkingar reyndust sterkari á endasprettinum og höfðu að lokum góðan 28-21 sigur. Þjálfari liðsins er Ellert Magnússon.

 

www.umfg.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024