Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindvíkingar í vondri stöðu eftir tap í fallbaráttuleik
Grindvíkingar svekktir eftir tapið á heimavelli gegn KA. VF-myndir/pállorri.
Sunnudagur 1. september 2019 kl. 09:49

Grindvíkingar í vondri stöðu eftir tap í fallbaráttuleik

Grindvíkingar töpuðu mikilvægum fallbaráttuleik gegn KA í PepsiMax-deildinni í knattspyrnu í gær. KA menn skoruðu tvö mörk gegn engu heimamanna sem eru í næst neðsta sæti deildarinnar, í vondri stöðu.

„Þetta er bara eins og með lífið. Það er ekki alltaf þannig að sá sem að leggur mest á sig nær árangri. Við erum búnir að æfa eins og skepnur og gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná árangri. En stundum er það bara þannig að það dugar ekki til,“  sagði Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindavíkur í viðtali við fotbolti.net og bætti svo við 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Nú er það bara að fara inn í síðustu þrjá leikina svolítið með það hugarfar að við séum að spila fyrir stoltið og okkur sjálfa. Það verði almennileg frammistaða ekki bara mætt með hangandi haus.“ 

Páll Orri Pálsson, ljósmyndari VF tók þessar myndir á leiknum.