VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Íþróttir

Grindvíkingar í úrslitakeppni í sögulegum leik
Þriðjudagur 22. mars 2016 kl. 21:09

Grindvíkingar í úrslitakeppni í sögulegum leik

- Keflvíkingar aldrei endað neðar

Grindvíkingar tryggðu sér í kvöld síðasta sætið í úrslitakeppni kvenna í körfuboltanum eftir 77:84 sigur á grönnum sínum úr Keflavík í hreinum úrslitaleik um fjórða sætið. Þær munu mæta Haukum í undanúrslitum. Mun þetta vera í fyrsta skipti síðan úrslitakeppni kvenna hófst árið 1993 sem Keflavík er ekki með þar. Þær hafa hingað til aldrei endað neðar en í þriðja sæti deildarkeppninnar.

Whitney Michelle Frazier fór á kostum hjá Grindvíkingum, skoraði 36 stig og tók 12 fráköst. WNBA leikmaður Keflvíkinga Monica Wright skoraði 29 stig í kvöld.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Myndasafn frá leiknum

Keflavík-Grindavík 77-84 (19-24, 17-21, 24-16, 17-23)
Keflavík: Monica Wright 29/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 14/13 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13/7 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 9/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Sandra Lind Þrastardóttir 4/12 fráköst/3 varin skot, Melissa Zornig 2, Elfa Falsdottir 1, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Marín Laufey Davíðsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0.

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 36/12 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 16, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/4 fráköst/4 varin skot, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/12 fráköst/6 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 3/5 stoðsendingar, Björg Guðrún Einarsdóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 1, Íris Sverrisdóttir 1, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Helga Einarsdóttir 0, Hrund Skúladóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.

VF jól 25
VF jól 25