Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar í úrslitakeppni eftir sigur á Njarðvík
Fimmtudagur 10. mars 2016 kl. 20:52

Grindvíkingar í úrslitakeppni eftir sigur á Njarðvík

Keflvíkingar misstu af öðru sætinu og mæta Stólunum

Grindvíkingar tryggðu sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni karla í Domino's deildinni í körfubolta með því að leggja granna sína í Njarðvík í kvöld. Grindvíkingar höfðu frekar öruggan sigur, 100:85 á meðan Snæfell tapaði sínum leik gegn Þórsurum. Grindvíkingar munu því mæta KR í átta liða úrslitum sem hefjast eftir viku.

Njarðvíkingar mæta Stjörnunni en það varð ljóst eftir að Garðbæingar báru sigurorð af Keflvíkingum í Ásgarði í spennandi leik. Úrslitin réðust undir lokin og höfðu Stjörnumenn 73:71 sigur. Keflvíkingar takast á við Tindastólsmenn í fyrstu umferð en Stólarnir hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Úrslitakeppnin lítur því svona út:

KR-Grindavík

Stjarnan-Njarðvík

Keflavík-Tindastóll

Haukar-Þór Þ.

 

Grindavík-Njarðvík 100-85 (25-23, 25-19, 26-14, 24-29)

Grindavík: Þorleifur Ólafsson 27/5 fráköst, Charles Wayne Garcia Jr. 21/13 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 20/10 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 16/13 fráköst/7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 7/6 fráköst, Hilmir Kristjánsson 6, Ingvi Þór Guðmundsson 3, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Daníel Guðni Guðmundsson 0.

Njarðvík: Jeremy Martez Atkinson 28/17 fráköst/5 stoðsendingar, Haukur Helgi Pálsson 20, Adam Eiður Ásgeirsson 13, Oddur Rúnar Kristjánsson 8, Jón Arnór Sverrisson 6, Oddur Birnir Pétursson 4/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Ólafur Helgi Jónsson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Stefan Bonneau 0, Hilmar Hafsteinsson 0.

Stjarnan-Keflavík 73-71 (10-18, 24-18, 17-21, 22-14)
Keflavík: Magnús Már Traustason 18/7 fráköst, Jerome Hill 14/11 fráköst/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 11/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 11, Magnús Þór Gunnarsson 10, Ágúst Orrason 5, Daði Lár Jónsson 2, Kristján Örn Rúnarsson 0, Andrés Kristleifsson 0, Valur Orri Valsson 0/5 stoðsendingar, Arnór Ingi Ingvason 0, Davíð Páll Hermannsson 0.