Miðvikudagur 26. janúar 2005 kl. 18:55
Grindvíkingar í úrslit innanhúss
2. flokkur karla frá Grindavík náði þeim góða árangri að komast í úrslit í Íslandsmótinu í knattspyrnu innanhúss um síðustu helgi. Þeir slógu liðum eins og FH, HK og Fjölni ref fyrir rass og sigruðu örugglega í sínum riðli með fjóra sigra í fjórum leikjum.