Grindvíkingar í undanúrslit bikarsins
eftir sigur á Sköllunum
Grindvíkingar eru komnir í undanúrslit bikarkeppni karla í körfubolta eftir sigur á Skallagrími 96:105. Góð byrjun dugði Grindvíkingum til sigurs en 1. deildarlið Skallagríms barðist þó vel og veitti harða samkeppni. Grindvíkingar frumsýndu nýjan erlendan leikmann, Charles Wayne, sem skoraði 27 stig í leiknum og var stigahæstur á vellinum. Þorleifur Ólafsson skoraði 17 og Jón Axel Guðmundsson 14 fyrir gestina frá Grindavík.
Átta liða úrslitin klárast á morgun þegar lið Njarðvíkur b og Keflavík mætast.