Grindvíkingar í öðru sæti eftir stórsigur
Slæmur þriðji leikhluti varð Njarðvíkingum að falli
Grindavíkurstúlkur unnu stóran sigur á ÍR á útivelli 47-52, í 1. deild kvenna í körfubolta um helgina. Yfirburðir Suðurnesjaliðsins voru nokkuð miklir, en liðið situr í 2. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Fjölni.
Ingibjörg Jakobsdóttir (18 stig), Ólöf Rún Óladóttir (18 stig) og Hrund Skúladóttir (15 stig) voru atkvæðamestar hjá Grindvíkingum.
Grindavík: Ingibjörg Jakobsdóttir 18/4 fráköst/5 stolnir, Ólöf Rún Óladóttir 18/6 fráköst, Hrund Skúladóttir 15/5 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 6/5 fráköst, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 6, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 5, Angela Björg Steingrímsdóttir 3, Andra Björk Gunnarsdóttir 1/5 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 0.
Njarðvíkingar sitja í 4. sæti deildarinnar eftir 58-79 tap á heimavelli gegn Fjölni. Þáttaskil urðu í þriðja leikhluta, en þann leikhluta unnu gestirnir úr Grafarvogi með 21 stigi. Að öðru leiti var leikurinn jafn og leiddu Njarðvíkingar m.a. í hálfleik með einu stigi. Kamilla Sól Viktorsdóttir átti skínandi fyrsta leik fyrir Njarðvíkinga og skilaði 22 stigum, en hún kom til liðsins fyrir skömmu frá Keflvíkingum að láni. Vilborg Jónsdóttir skoraði 12 stig fyrir þær grænu en aðrar voru undir tíu stigum. Næsti leikur er gegn Grindvíkingum þann 24. nóvember.
Njarðvík: Kamilla Sól Viktorsdóttir 22/6 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 12/7 stoðsendingar, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 9, Eva María Lúðvíksdóttir 7/7 fráköst, Þuríður Birna Björnsdóttir 4, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 2, Svala Sigurðadóttir 2, Helena Rafnsdóttir 1, Andrea Rán Davíðsdóttir 0, Eva Sól Einarsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.