Grindvíkingar í góðum málum
Annar heimasigur gegn Þórsurum - leiða 2:1
Staðan er nokkuð vænleg fyrir Grindvíkinga en þeir leiða 2-1 í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla, eftir sigur 100:92 sigur á heimavelli sínum. Leikurinn var sveiflukenndur en Grindvíkingar voru í bílstjórasætinu bróðurpart leiksins. Þórsarar bitu frá sér öðru hvoru en Grindvíkingar náðu mest 19 stiga forystu og lönduðu öðrum heimasigri sínum í einvíginu.
Bakvörðurinn Dagur Kár fór mikinn í leiknum og skoraði 29 stig hjá gulklæddum heimamönnum. Allt byrjunarlið Grindvíkinga lék vel í leiknum. Liðið hitti vel fyrir utan og voru menn grimmir í sóknarfráköstunum. Þrátt fyrir stórleik hjá Tobin hjá Þór þá kom það ekki að sök en hann skoraði 38 stig.
Næsti leikur er á morgun föstudaginn 24. mars
Grindavík-Þór Þ. 100-92 (31-20, 19-28, 31-21, 19-23)
Grindavík: Dagur Kár Jónsson 29, Lewis Clinch Jr. 20/8 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 13/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/13 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 5/4 fráköst, Hamid Dicko 4, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Ingvi Þór Guðmundsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.
Þór Þ.: Tobin Carberry 38/9 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 18/4 fráköst, Ragnar Örn Bragason 12, Halldór Garðar Hermannsson 9/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst/5 stolnir, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2, Styrmir Snær Þrastarson 2, Benjamín Þorri Benjamínsson 0, Magnús Breki Þórðason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0.