Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar í góðum málum
Mánudagur 8. september 2014 kl. 12:06

Grindvíkingar í góðum málum

Grindvíkingar eru um miðja 1. deild karla í knattspyrnu eftir góðan 4-1 sigur gegn KA á heimavelli á laugardag. Grindvíkingar geta mögulega klifrað upp í þriðja sæti deildarinnar en tvær umferðir eru eftir. Staðan var 2-0 í hálfleik fyrir Grindvíkinga en gestirnir minnkuðu muninn í 2-1 eftir um klukkustundar leik. Grindvíkingar gerðu svo út um leikinn með tveimur mörkum á tveimur mínútum. Nú þegar er komið á hreint hvaða lið komast upp um deild og hvaða lið falla. Stöðuna í deildinni má sjá hér.

Mörk Grindvíkinga:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alex Freyr Hilmarsson Mark 18  
Magnús Björgvinsson Mark 28   
Hákon Ívar Ólafsson Mark 77   
Magnús Björgvinsson Mark 78