Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar í annað sæti
Mánudagur 21. október 2013 kl. 07:57

Grindvíkingar í annað sæti

Grindavíkurkonur tylltu sér í annað sæti Dominos-deildarinar með 79-66 sigri á Valskonum í gær. Grindvíkingar virtust vera með leikinn í hendi sér í hálfleik en þá leiddu þær 45-33. Í þriðja leikhluta slökuðu þær aðeins á og skorðu einungis 11 stig. Undir lokin vöknuðu Grindvíkingar aftur til lífsins og kláruðu leikinn nokkuð örugglega eins og fyrr segir.

Hjá Grindvíkingum var Lauren Oosdyke atkvæðamest með 23 stig og 11 fráköst. Pálína Gunnlaugs var svo með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Tölfræði Grindvíkinga má sjá hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík-Valur 79-66 (24-19, 21-14, 11-16, 23-17)

Grindavík: Lauren Oosdyke 23/11 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 15/11 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8/9 stoðsendingar, Helga Rut Hallgrímsdóttir 5/6 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 5, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Hrund Skuladóttir 0, Alda Kristinsdóttir 0.