Grindvíkingar í æfingaferð á Spáni
Karlalið Grindavíkur í knattspyrnu er nú í æfingaferð á Oliva Nova á Spáni. Liðið fór þangað síðasta laugardag og verður í viku. Liðið æfir þar tvisvar á dag undir stjórn Ólafs Arnar Bjarnasonar þjálfara og Helga Bogasonar aðstoðarþjálfara. Aðstæður eru allar hinar bestu en nú eru aðeins rétt tæpar þrjár vikur þangað til Íslandsmótið í knattspyrnu hefst. Þetta kemur fram á grindavik.is
Á þessum sama stað eru líka lið Fylkis, ÍA og HK auk Grindavíkur. Í gær léku Grindavík og HK æfingaleik sem lyktaði með 3-0 sigri Grindavíkur. Allir leikmenn beggja liða fengu að spreyta sig. Leikið var í miklum hita og voru gerðar vatnspásur af og til í leiknum. Jamie McCunnie, Alexander Magnússon og Magnús Björgvinsson skoruðu mörk Grindavíkur.