Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 24. september 2001 kl. 09:53

Grindvíkingar í 4. sæti

KR-ingar voru í fallhættu þegar þeir mættu Grindvíkingum í Grindavík á laugardag. Grindvíkingar náðu ekki að fella KR-inga en leiknum lauk með sigri KR-inga, 0-2.
Sigurvin Ólafsson átti bæði mörkin í leiknum en það fyrra kom á 10. mínútu. Bæði liðin áttu mörg marktækifæri en markmenn liðanna stóðu sína vakt vel og vörðu hvað eftir annað. KR fékk vítaspyrnu á 57. mínútu en Albert Sævarsson stóð eins og klettur í markinu og varði. Síðasta markið kom síðan unndir lok leiksins en Grindvíkingar voru þá einum færri. Ray Jónsson fékk að líta rauða spjaldið eftir að hann felldi KR-ing í sókn. Grindvíkingar urðu í fjórða sæti deildarinnar með 27 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024