Grindvíkingar í 2. sæti - jafntefli í Keflavík
Hundruð og sjö áhorfendur sáu Grindvíkinga sigra Fram 2-0 í Inkasso-deildinni á Laugardalsvelli í gær og eru komnir í 2. sæti deildarinnar. Keflvíkingar gerðu jafntefli við Leikni R. á Nettó-vellinum í Keflavík.
William Daniels og Rodrigo Gomes Mateo skoruðu mörk Grindvíkinga á Laugardalsvelli.
Keflvíkingar náðu ekki að fylgja eftir tveimur sigrum og vinna Leikni í tíðindalitlum á heimavelli. Engin mörk voru skoruð. Lokatölur 0-0.
Rodrigo Gomes Mateo skorar annað mark Grindvíkinga gegn Fram. VF-mynd/fotbolti.net