Grindvíkingar höfðu betur gegn Hafnfirðingum
Grindvíkingar báru sigurorð af Haukum, 111-102 í baráttu í neðri hluta Domino’s deildar karla í körfubolta í kvöld. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik en leiðir tóku að skilja um miðjan þriðja leikhluta, heimamenn í Grindavík tóku þá völdin og fögnuðu að lokum sigri þrátt fyrir fín áhlaup Haukanna. Ólafur Ólafsson fór fyrir Suðurnesjamönnum og skoraði 25 stig í leiknum, hitti afbragðsvel og skilaði 30 framlagspunktum.
Tiegbe Bamba skoraði 22 stig og tók 12 fráköst á meðan Jordy Kuiper skoraði 21 stig hjá Grindavík.
Með sigrinum komust Grindvíkingar í 6. Sæti með 8 stig líkt og Haukar og ÍR