Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindvíkingar hefja leik í Lengjudeild kvenna í Mosfellsbæ
Júlía Ruth Thasaphong skoraði gegn Skagakonum í Lengjubikarnum í vor. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 6. maí 2021 kl. 08:37

Grindvíkingar hefja leik í Lengjudeild kvenna í Mosfellsbæ

Lengjudeild kvenna í knattspyrnu hefst í dag. Öll fyrsta umferð verður leikin í kvöld og Grindavík leikur gegn Aftureldingu á Fagverks-vellinum í Mosfellsbæ, allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Grindvíkingar eru nýliðar í Lengjudeildinni en þær sigruðu 2. deild kvenna á síðasta tímabili. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Grindavík reiðir af í Lengjudeildinni í sumar. Grindvíkingar hafa fengið liðsstyrk frá síðasta ári en auk þess að fá markvörðinn Kelly Lyn O'Brien frá Bandaríkjunum gerði kanadíska landsliðskonan Christabel Oduro samning við félagið, Oduro er reynslumikil og kröftugur framherji. Þá hefur Kristín Anítudóttir Mcmillan snúið aftur eftir erfið meiðsli.

Grindavík, meistaraflokkur kvenna:

Kelly Lyn O'Brien (nýr leikmaður frá USA), Guðný Eva Birgisdóttir, Margrét Hulda Þorsteinsdóttir, Una Rós Unnarsdóttir, Júlía Ruth Thasaphong, Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir, Tinna Hrönn Einarsdóttir, Sigurbjörg Eiríksdóttir, Ása Björg Einarsdóttir, Áslaug Gyða Birgisdóttir, Sigríður Emma F. Jónsdóttir, Unnur Stefánsdóttir, Bríet Rose Raysdóttir, Viktoría Ýr Elmarsdóttir, Írena Björk Gestsdóttir, Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, Inga Rún Svansdóttir, Júlía Björk Jóhannesdóttir, Kolbrún Richardsdóttir, Kristín Anítudóttir Mcmillan (úr meiðslum), Viktoría Sól Sævarsdóttir (nýr leikmaður frá Keflavík) og Christabel Oduro (frá Kanada)

Farnar frá síðasta tímabili:

Birgitta Hallgrímsdóttir í Hauka
Brynja Pálmadóttir í Keflavík (úr láni)
Birta Kjærnested Jóhannsdóttir er hætt
Eva Lind Daníelsdóttir í Keflavík (úr láni)
Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir í Augnablik
Veronica Smeltzer til Bandaríkjanna
Ástrós Lind Þórðardóttir í Keflavík