Grindvíkingar geta klárað einvígið í kvöld
Grindavík og Tindastóll mætast fjórða sinni í 4-liða úrslitum Intersport-deildarinnar í körfuknattleik í dag. Leikurinn hefst kl. 16:00 en hann fer fram á Sauðárkróki. Staðan í einvíginu er 2-1 Grindvíkingum í hag og með sigri í dag klára þeir eivígið og tryggja sér um leið farseðil í úrslitin þar sem Keflavík er mótherjinn.Leikir liðanna í 4-liða úrslitum hafa verið nokkuð jafnir en í síðasta leik sigu Grindvíkingar framúr í lokin. Má búast við hörku leik í dag.