Grindvíkingar gerðu jafntefli við Eyjamenn
Grindavík gerði jafntefli við ÍBV í 1. umferð deildabikarsins í knattspyrnu 3-3 í Reykjaneshöll nú um helgina. Hinn efnilegi Daníel Leó Grétarsson jafnaði metin með góðu skoti fyrir Grindavík með síðustu spyrnu leiksins.
Magnús Björgvinsson kom Grindavík yfir þegar hann stakk sér einu sinni sem oftar inn fyrir vörn Eyjamanna en skömmu áður hafði Jóhann Helgason brennt af vítaspyrnu fyrir Grindavík. Eyjamenn svöruðu fyrir sig en Magnús var sífellt ógnandi og skoraði aftur fyrir Grindavík. Aftur jöfnuðu Eyjamenn eftir mistök í vörn Grindavíkur.
Eyjamenn voru sterkir í föstum leikatriðum og komust í 3-2 með skallamarki eftir hornspyrnu. En Daníel Leó jafnaði metin sem var með fyllilega verðskuldað miðað við gang leiksins.
Fingraför Milans Stefáns Jankovic eru heldur betu farin að sjást á Grindavíkurliðinu. Liðið spilaði vel á köflum og hélt boltanum vel innan liðsins. Mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins en ungir strákar sem spreyttu sig stóðu sig mjög vel. Þá komu ungir strákar inn á og stóðu fyrir sínu.