Grindvíkingar gerðu jafntefli á heimavelli
Grindavíkurkonur gerðu 1-1 jafntefli gegn Víkingi frá Ólafsvík þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í gær. Það var Kristín Karlsdóttir sem skoraði mark Grindvíkinga í síðari hálfleik, eftir að gestirnir frá Ólafsvík höfðu náð forystu eftir stundarfjórðungs leik. Grindvíkingar eru nú í 3. sæti A-riðils 1. deildar með 30 stig eftir 15 leiki.