Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindvíkingar fyrstir til þess að sigra KR
Fimmtudagur 9. janúar 2014 kl. 20:55

Grindvíkingar fyrstir til þess að sigra KR

Grindvíkingar urðu fyrstir liða til þess að leggja KR-inga í Domino's deild karla í vetur er liðin áttust við í Vesturbænum í kvöld. Lokatölur 96-105 í kaflaskiptum leik þar sem erlendur leikmaður Grindvíkinga, Lewis Clinch átti stórleik.

Eins og áður segir var leikurinn kaflaskiptur og skiptust liðin á að taka góðar rispur í leiknum. Grindvíkingar voru yfir eftir fyrsta leikhluta en svo komu KR-ingar með gott áhlaup og komust yfir. Gestirnir hrukku aftur í gang og þá sérstaklega Sigurður G. Þorsteinsson sem var drjúgur, en Grindvíkingar fóru með níu stiga forystu í leikhlé.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KR-ingar sýndu úr hverju þeir eru gerðir og skoruðu 31 stig gegn 19 frá Grindvíkingum í þriðja leikhluta og allt útlit fyrir spennandi lokakafla. Grindvíkingar léku svo skynsamlega undir lokin og munaði miklu um framlag Lewis í sókninni, en hann skoraði mikið og þefaði líka uppi félaga sína. Undir lokin voru Grindvíkingar meira og minna á vítalínunni en KR-ingar reyndu hvað þeir gátu að jafna. Ekki tókst þeim það og ljóst að Grindvíkingar gáfu út yfirlýsingu í kvöld um að þeir ætli sér að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í ár.

Tölfræðin:

Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 34/6 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 24/12 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 17, Ómar Örn Sævarsson 14/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 3, Jón Axel Guðmundsson 2, Nökkvi Harðarson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Kjartan Helgi  Steinþórsson 0.

KR: Pavel Ermolinskij 24, Martin Hermannsson 21/7 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 16/8 fráköst/6 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 14/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 7/4 fráköst, Terry Leake Jr. 6/5 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Ólafur Már Ægisson 0, Jón Orri Kristjánsson 0, Hugi Hólm Guðbjörnsson 0, Högni Fjalarsson 0.