Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar fyrstir til að sigra bikarmeistarana í DHL höllinni
Fimmtudagur 3. mars 2011 kl. 22:09

Grindvíkingar fyrstir til að sigra bikarmeistarana í DHL höllinni

Æsispennandi leikur fór fram í Iceland Express deild karla í kvöld þegar Grindavík lagði bikarmeistara KR í DHL höllinni með einu stigi, 104-105. KR stjórnuðu fyrri hálfleiknum algjörlega, þó ekki með miklum mun og voru Grindvíkingar alltaf á hælum vesturbæinga. Staðan í hálfleik var 46-43, heimamönnum í vil.

Í seinni hálfleik komu Grindvíkingar sterkir til baka og komust snemma yfir. Spennan var mikil og munurinn lítill en KR komust svo yfir þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum. 7 sekúndum fyrir leikslok kom Marcus Walker KR í 104-103 en Mladen Soskic átti lokaorð leiksins fyrir Grindavík og tryggði gulum 104-105 sigur.

Stigahæstur í leiknum var Marcus Walker með 31 stig. Í liði Grindavíkur var Ryan Pettinella með 26 stig og 11 fráköst. Honum á eftir var Ólafur Ólafsson með 25 stig, Páll Axel Vilbergsson með 19 stig og Mladen Soskic með 17 stig.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024