Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar fóru létt með Stjörnuna
Sunnudagur 6. desember 2015 kl. 21:36

Grindvíkingar fóru létt með Stjörnuna

24 stiga sigur í bikarnum

Grindvíkingar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Powerade-bikars karla í körfubolta þegar þér sigruðu Stjörnuna örugglega 82-58, á heimavelli sínum í dag. Þeir Jón Axel Guðmundsson og Eric Wise skoruðu hvor 18 stig í leiknum fyrir Grindavík.

Staðan var 41-24 í hálfleik fyrir Grindavík og brekkan því ansi brött fyrir gestina. Grindvíkingar hertu róðurinn í seinni hálfleik og juku forskotið enn frekar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar eru annað Suðurnesjaliðið sem tryggir sér sæti í 8-liða úrslitum en Njarðvík-b gerði slíkt hið sama í gær.

Tölfræði leiks