Grindvíkingar féllu af toppnum
Grindvíkingar féllu af toppi Inkasso deildarinnar í fótbolta eftir 2-1 tap gegn HK í Kórnum um helgina.
Í upphafi seinni hálfleiks náðu heimamenn forystu sem þeir héldu allt þar til fimm mínútur voru til leiksloka. Þá kom annað mark frá heimamönnum og staðan því svört fyrir Grindvíkinga. Suðurnesjamenn voru þó ekki af baki dottnir og skoruðu tveimur mínútum síðar, þar var á ferðinni William Daniels. Lokatölur reyndust þó 2-1 og fyrir vikið féllu Grindvíkingar niður í þriðja sæti þar sem þeir eru stigi á eftir toppliðinu KA.