Grindvíkingar fallnir úr efstu deild
Grindvíkingar féllu úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag eftir 2-1 ósigur í Eyjum. Grindvíkingar eru með 10 stig í botnsætinu eftir 19 leiki og er ekki lengur fræðilegur möguleiki fyrir þá að halda sæti sínu í deildinni, sama hver úrslit eftirfarandi leikja verða.
Grindvíkingar hafa leikið í efstu deild frá því árið 2007 og síðustu ár hafa þeir oftar en ekki bjargað sér á síðustu stundu.